Góðgerðarsamtökin

Toyrun Iceland

Á ferð um landið

Ferðaplanið 2022

Ferðaplanið framundan

Sauðárkrókur: 12. Ágúst
Verðum á Sauðárkróki föstudaginn 12. ágúst, á N1 planinu milli 09:-10:00, hvetjum alla til að kíkja á N1, taka spjall og kaupa merki.
Akureyri: 12 Ágúst
Verðum á Akureyri föstudaginn 12. ágúst á Ráðhústorginu milli 12:-13:00, hvetjum alla til að kíkja á Ráðhústorgið, taka spjall og kaupa merki.
Húsavík: 12. Ágúst
Verðum á Húsavík föstudaginn 12. ágúst og ætlum að vera á N1 planinu milli 15:-16:00, hvetjum alla til að kíkja á N1, taka spjall og kaupa merki.
Egilsstaðir: 12. Ágúst
Verðum á Egilstöðum föstudaginn 12. ágúst, á N1 planinu milli 20:-21:00, hvetjum alla til að kíkja á N1, taka spjall og kaupa merki.

KÓTILETTUKVÖLD

Vertu með

Kótilettukvöld til styrktar Píeta. Nánari upplýsingar þegar nær dregur 

ToyRun

Styrktaraðilar

 

           

Um okkur 

Toyrun Iceland eru góðgerðarsamtök sem ferðast um á mótorhjólum. Samtökin styrkja góð málefni. Undanfarin ár hefur Toyrun styrkt þarft og gott starf Píeta samtakanna sem berjast öturlega geng sjálfskað hverskonar.

2020 er fimmta árið sem ToyRun Iceland er starfrækt. Í upphafi var það svo að einn úr upphafshópnum ætlaði sér að hjóla hringinn í kringum landi og fékk hann nokkra félaga með sér í að skipuleggja ferðina, snemma kom það upp að vilji var til að ferðin hefði tilgang. Úr því varð það að hjóla til styrktar einhverra góðgerðarfélags sem mundi njóta góðs af hringferð þeirra og varð Blátt áfram samstarfs aðilar þeirra til að byrja með. Það samstarf varði í tvö ár en núna síðustu ár hefur ToyRun Iceland styrkt þarft og gott verk Píeta samtakanna. Píeta samtökin vinna oturlega gegn sjálfskaða hverskonar. Hvort sem er að útvega tíma hjá sálfræðingum eða öðru fagfólki sem þarf hverju sinni.

ToyRun Iceland eru opinn góðgerðarsamtök, allir velkomnir að leggja hönd á plóg eða inngjöf á stýrið. Það mega allir vera með og við fáum oft fjöldann af hjólurum sem fylgja okkur í gegnum sitt bæjarfélagi eða sína sýslu. Ironhead mc eru mjög duglegir að bæði fylgja okkur og að taka á móti okkur. Tían á Akureyri hefur oft tekið á móti okkur og fylgt okkur í gegnum Eyjafjörðin. Við erum vel tengdir hér og hvar um landið og hittum gamla vini allstaðar. Okkur er alltaf tekið vel, hvort sem við séum að biðja um styrki eða athuga með gistingu.

Þetta er okkar leið

að settu marki

Hálfnað verk þá hafið er.

Hvers

virði er mannslíf?

\

ToyRun Iceland styrkir góð málefni

\

Hver sem er getur komið að samtökunum

\

Hvert ár er með sinn lit í merki ToyRun

\

Vilt þú koma að starfi okkar? Sendu okkur póst

Viltu vera með?

Sendu okkur skilaboð ef þú vilt taka þátt í starfi okkar eða ef þú vilt koma einhverju á frammfæri við okkur.